Miðvikudaginn 25. september héldum við kynningarfund fyrir ferðina Hjarta Skotlands, en hægt er að horfa á kynninguna á YouTube hér fyrir ofan.
Tilgangur ferðarinnar er að tengja við náttúru svæðisins, náttúruverur og njóta þeirrar orku sem Skotland hefur upp á að bjóða. Um leið nærum við okkur og njótum, skoðum okkur sjálf og tengingar okkar við þetta einstaka land. Við munum dvelja í Hálöndunum og heimsækja mismunandi staði, fjöll, firði, dali, heiðar og vötn.
Frekari upplýsingar um ferðina og nánari leiðarlýsingu er að finna á vefsíðunni undir Hjarta Skotlands, en þar er einnig að finna umsagnir frá þeim sem fóru í ferðalagið með okkur fyrr á þessu ári.
Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar!