Í janúar og febrúar munum við bjóða upp á skemmtileg örnámskeið fyrir öll þau sem skráð eru á póstlistann okkar. Við ríðum á vaðið fimmtudaginn 12. janúar kl. 18:30 með örnámskeiði um tunglið og áhrif þess á daglegt líf okkar. Við skoðum sérstaklega tungldagbók Yasmin Boland sem hefur nýst okkur persónulega afar vel í vinnu okkar með tunglorkuna, enda frábært verkfæri í alla staði. Bókin fæst í verslun Orkusteina. Þann 15. febrúar kl. 18:30 bjóðum við svo upp á örnámskeið um notkun leiðsagnarspila og kristalla í daglegu lífi. Þú skráir þig á póstlistann á forsíðunni hér á heimsíðunni (skráningarform fyrir neðan bloggpósta).
Hugleiðsluhópurinn okkar heldur áfram á Zoom á hverju mánudagskvöldi. Í hugleiðslunum tengjumst við ýmsum ljósverum, æfum næmni okkar og skynjun og leitum svara við áleitnum spurningum. Við byrjum mánudaginn 9. janúar, hugleitt er í 5 skipti fram til mánudagsins 6. febrúar og er þátttökugjaldið 12.500 krónur. Skráning fer fram á netfanginu info@starcodesacademy.com og þarf fullt nafn og kenntala að fylgja.
Við hlökkum til að tengjast ykkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar Facebook og Instagram – @starcodesisl – @starcodesacademy – @orkusteinar og á YouTube.
Sjáumst þar!