Miðvikudagskvöldin 8. og 22. febrúar kl. 20:00 verðum við stöllur með tvo fyrirlestra hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands sem bera nafnið Á fleygiferð inn í fimmtu víddina! Í þessari tveggja fyrirlestra seríu fjöllum við um fimmtu víddina út frá hinum ýmsu hliðum og reynum að komast til botns í því hvað það þýðir í raun og veru að vera í þessari margumtöluðu fimmtu vídd.
Fyrra kvöldið fjöllum við m.a. um ýmsar skilgreiningar á þriðju og fjórðu víddinni, skoðum hvernig rætt hefur verið um fimmtu víddina í tengslum við gömul menningarsamfélög líkt og Lemúríu og Atlantis og veltum fyrir okkur hvaða lærdóm draga megi af risi og falli þessara samfélaga.
Seinna kvöldið beinum við sjónum að því hvernig fimmta víddin birtist okkur í dag, hvað það þýðir að vera í fimmtu víddinni og hvernig við höldum okkur þar. Við veltum einnig fyrir okkur spurningum eins og Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á okkur sem andlegar verur í efnislíkama? Hvaða breytinga má vænta af okkar menningarsamfélagi í gegnum þetta ferli? og Hvernig við getum sem andlegar verur stutt við þær breytingar sem við viljum sjá?
Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest! Allar frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Sálarrannsóknafélags Íslands eða á Facebooksíðu félagsins.
Við hlökkum til að tengjast ykkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar Facebook og Instagram – @starcodesisl – @starcodesacademy – @orkusteinar og á YouTube.
Sjáumst þar!