-
Vilt þú vinna betur með orkuna þína?
- Styrkja þína vernd og halda betur þinni orku fyrir þig?
- Minnka áhrif af orku annarra á þig í daglega lífinu?
- Eða kannski bara rifja upp góðar venjur þegar kemur að andlegu hreinlæti og mögulega kynnast nýjum aðferðum sem gætu hentað þér vel í síbreytilegri orku?
Þá er námskeiðið Andleg vernd eitthvað fyrir þig. Alma og Hrabbý hjá Starcodes skólanum bjóða þér á ókeypis þriggja daga vefnámskeið þar sem þær fjalla um andlega vernd frá mismunandi sjónarhornum. Þær leggja áherslu á að hafa námskeiðið praktískt svo æfingar verða hluti af hverjum tíma.
Jarðtenging er þema fyrsta dagins en þar ræðum við mismunandi leiðir til að jarðtengja og hvernig okkar þörf fyrir jarðtengingu getur breyst með hækkandi tíðni.
Hreinsun er þema annars dagsins en þar förum við yfir mismunandi leiðir til að hreinsa okkur og umhverfi okkar með aðstoð ljósvera.
Vernd er þema þriðja dagsins en þar förum við yfir mismunandi aðferðir við að vernda okkur í daglega lífinu.
Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref og þeim sem lengi hafa verið í andlegum málum. Við nálgumst efnið með það í huga að tíðnin breytist stöðugt og um leið geta þarfir okkar breyst, við heyrum af nýjum aðferðum sem mögulega henta okkur betur en þær gömlu.
Við hittumst þriðjudaginn 28. mars, miðvikudaginn 29. mars og fimmtudaginn 30. mars kl. 17.30 alla dagana í tæpa klukkustund.
Skráðu þig hér við hlökkum til að vinna með þér! Skráningarfrestur er til hádegis 28. mars.