Líklega er heilbrigðiskerfið eitt algengasta umræðuefnið á Íslandi í dag. Sögurnar eru margar af hvernig því hvernig kerfið virkar ekki og um leið smitar sú orka út í samfélagið. Samfélagið er í raun afar upptekið af heilbrigðiskerfinu, oftast í neikvæðri umræðu sem skapar neikvæða orku sem aftur hlýtur að smita inn á vinnustaðina sem mynda þetta kerfi.
Eins og mörgum er okkur heilbrigðiskerfið afar hugleikið. Við vitum að innan þess starfar gott fólk en við komumst ekki hjá því að velta fyrir okkur ýmsum grundvallarspurningum eins og þessum:
?Hvers vegna er heilbrigðiskerfið okkar hér svona einhæft og af hverju falla svona fáar starfsstéttir undir sjúkratryggingar?
?Myndu fjölbreyttari tegundir úrræða hugsanlega styrkja kerfið til muna? Við erum öll ólík og þörfnumst því mjög líklega ólíkra meðferða.
?Getur verið að lausnin sé nær okkur en við höldum?
Staðreyndin er sú að við þurfum ekki að leita langt til að finna heilbrigðiskerfi sem bjóða upp á niðurgreiðslu á fjölbreyttum meðferðum, til dæmis hómópatíu, nálastungum, grasalækningum og fleiru sem gefið hefur góða raun. Hér getum við til dæmis skoðað Sviss, Þýskaland, Bretland og fleiri lönd sem hafa að hluta tekið þessar meðferðir inn í sínar sjúkratryggingar.
Það er engin tilviljun að 15 helstu háskólasjúkrahúsin í Bandaríkjunum þar á meðal Harvard, Duke, Yale og Johns Hopkins eru farin að bjóða upp á heildrænar meðferðir líkt og nálastungur, reiki, kínverskar lækningar, nudd, hómópatíu, dáleiðslu, hugleiðslu, ilmolíumeðferðir innan sinna veggja. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar innan þessara stofnanna og eru nú í gangi sem skoða áhrif heildrænna meðferða á sjúklinga. Niðurstöður þeirra eru afar áhugaverðar og við hvetjum áhugasöm til að kynna sér málið.
Það áhugaverðasta í þessu öllu fyrir okkur sem samfélag er sú staðreynd að þessum meðferðakostum var í fyrstu bætt við vegna þess að viðskiptavinir/skjólstæðingar spítalanna kröfðust þess.
?Er mögulegt að við getum sem samfélag krafist þess sama?
?Getur verið að með því að skapa betri ramma utan um viðbótarmeðferðir og viðurkenna að þær séu til, gæti verið að hægt að skapa meira öryggi fyrir þiggjendur og fleiri þorðu að nýta sér meðferðir sem þeir myndu annars ekki gera? Og um leið fjölgar valmöguleikunum sem fólk hefur til að leita sér aðstoðar því öll erum við ólík.
Þurfum við ekki að fara að horfa á okkur, manneskjuna, sem eina heild og skoða líkamann, hugann, tilfinningar og andann sem eitt?
?Er kannski kominn tími til að skoða hvernig áföll og tilfinningar skapa veikleika í líkamanum?!?
Og gæti verið að við þyrftum að skoða okkur sjálf þegar kemur að veikindum, skoða hver okkar ábyrgð er og hvernig við getum sjálf fundið leið til bata? Lyf eru í flestum tilfellum aðeins til að lækna einkenni, ekki uppruna. Hvar liggur okkar ábyrgð á að finna upprunann og uppræta hann?
Við munum birta nokkra pistla um kerfin á samfélagsmiðlunum okkar á næstu dögum, velta upp spurningum og skoða málin frá ýmsum sjónarhornum. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í umræðunni!
Við hvetjum ykkur til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram og YouTube). Sjáumst þar!