Að fylgja huganum eða hjartanu?

Að fylgja huganum eða hjartanu?

Finnur þú stundum fyrir ótta við að fylgja hjartanu? Ótta við að geta ekki klárað eða fylgt eftir því sem þig langar? Ótta við viðbrögð annarra? 

Hausinn á okkur er oft svo ótrúlega sterkur þegar kemur að því að stjórna því sem við gerum. Þetta elskulega egó sem við fengum með því að koma í jarðvist á það til að vilja stjórna og segja okkur að við séum ekki nógu góð, klár, ráðagóð, með úthald eða hvað annað sem þarf til að stoppa okkur af að nálgast drauma hjartans. 

En hvernig er best að temja egóið? Okkar reynsla er sú að hugleiðsla hjálpi mikið til við að stilla okkur inn á hjartað og finna hvað þar býr. Eftir því sem við róum hugann meira því auðveldar á hjartað með að tjá sig. Náttúran og reglulegar hugleiðslur (og jafnvel bæði í einu) hafa reynst okkar bestu leiðir til að hleypa hjartanu að – og um leið þarf egóið að setjast í aftursætið. 

Það er nauðsynlegt að verja tíma í að hlusta á hjartað í byrjun, það er líklega fæstum eðlislægt að hlusta á hjartað í daglegu amstri án þess að leiða hugann að því. Hausinn er svo fljótur að grípa okkur. Því eru reglulegar hugleiðslur lykill. 

Hjartað á það til að beina okkur á brautir sem rökhugsunin samþykkir ekki endilega, það þarf því æfingu, sérstaklega fyrir heila eins og okkar sem eru frekar fyrir skipulag og vísindi heldur en einhyrninga og regnboga. 

Við höfum unnið hart að því að leyfa hjartanu að ráða, að láta innsæið og hjartað sjá um að vera okkar vegvísar. Heilinn hefur nefnilega oft komið okkur í vandræði en hjartað og innsæið ekki.

Vilt þú læra meira um það sem hefur reynst okkur allra best til að stilla inn á hjartað og drauma þess? Kynntu þér þá námið Þín persónulega umbreyting en þar færð þú frábær tæki og tól til að vinna með hjartað og hugann

Við hlökkum til að tengjast ykkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar Facebook og Instagram – @starcodesisl – @starcodesacademy – @orkusteinar og á YouTube.

Sjáumst þar!

Share This Post