Hugleiðslur

Frábær leið til betra jafnvægis – Kynntu þér hugleiðslupakkana okkar. 

Hvers vegna að hugleiða?

Að stunda reglulegar hugleiðslur hefur hjálpað okkur báðum mikið að takast á við lífið og verkefni þess og eru þær því eitt mest nýtta verkfærið í okkar persónulegu verkfærakistum. Með reglulegri ástundun kemst lífið í meira jafnvægi og við náum að tengjast hjarta okkar og innsæi betur.

Við finnum að gleði og vellíðan eykst, við náum að einblína betur á það sem mestu máli skiptir í lífinu og eigum auðveldara með að takast á við erfiðleika sem upp koma.

Að auki fáum við svo þá dásamlegu gjöf að tengjast yndislegri orku kærleiksríkra ljósvera sem hér eru til að hjálpa okkur að vaxa og eflast. Við vonum að hugleiðslurnar okkar gefi þér það sem þú þarfnast til að geta notið daglegs lífs til hins ítrasta.

Við hvetjum þig til að halda dagbók þar sem þú skráir skynjanir þínar og upplifanir. Þegar fram í sækir verður dagbókin ómetanleg heimild um þitt andlega ferðalag og þroska. 

Undirstöður

Þessi hugleiðslupakki er samansettur úr ákveðnum grunnhugleiðslum sem góðar eru fyrir bæði byrjendur og lengra komna og hafa það hlutverk að hjálpa okkur að efla innsæi okkar og ná betra jafnvægi í daglegu lífi.

Tengjumst náttúrunni

Tilgangur þessa hugleiðslupakka er að gera okkur kleift að tengjast náttúrunni hvar og hvenær sem er á auðveldan hátt. Hugleiðslurnar eru um leið skynjunaræfingar sem hjálpa okkur að efla innsæi og næmni. Hægt er að nota æfingarnar hvar sem er á landinu, í hvaða landi sem er þar sem viðkomandi náttúrufyrirbæri er að finna.