Undirstöður – Glænýr hugleiðslupakki

Við elskum að skapa ný og praktísk verkfæri sem fært geta viðskiptavinum okkar aukin lífsgæði.

Við tölum oft um mikilvægi þess að hugleiða reglulega og hversu gott það hefur reynst okkur í okkar eigin lífi. Það getur hins vafist fyrir fólki hvernig sé best að hugleiða og á hvers konar hugleiðslum sé gott að byrja.

Til að auðvelda málið höfum við sett saman hugleiðslupakkann Undirstöður, en hann inniheldur 6 leiddar hugleiðslur á íslensku sem við teljum vera kröftugar undirstöður fyrir öll þau sem sem vilja koma hugleiðsluiðkun í sína daglegu rútínu. Í finnur þú hugleiðslurnar:

  • Jarðtenging
  • Ljósnæring
  • Verndarengillinn í garðinum
  • Klippt á strengi með Mikeal erkiengli
  • Draumar mínir
  • Tenging við kristal Móður Jarðar

Hugleiðurnar eru mátulegar að lengd til að ná ná góðri slökun en um leið nógu stuttar til að hægt sé að nýt sér þær hvenær sem er yfir daginn án mikillar fyrirhafnar. Við vonum að þær nýtist ykkur jafnvel og okkur við að gera hugleiðslu hlusta af daglegri rútínu. Hægt er að kaupa Undirstöður hér.

 

Við hlökkum til að tengjast ykkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar Facebook og Instagram – @starcodesisl – @starcodesacademy – @orkusteinar og á YouTube.

Sjáumst þar!

Share This Post