Hjarta Skotlands

Upplifunarferð fyrir hjarta og sál

Skotland

Finnur þú tengingu við Skotland?

Kallar hjarta þitt á frekari tengingu við Skotland? Langar þig að upplifa náttúru og orku landsins á einstakan hátt?

Viltu heimsækja Hálöndin með frábærum hópi þar sem kafað er í tengingu þína við landið? Þar sem við upplifum náttúruna og tengjum við hana daglega í heila viku?

Þá er ferðin Hjarta Skotlands fyrir þig!

Tilgangur ferðarinnar er að tengja við náttúru svæðisins, náttúruverur og njóta þeirrar orku sem Skotland hefur upp á að bjóða. Um leið nærum við okkur og njótum, skoðum okkur sjálf og tengingar okkar við þetta einstaka land. Við munum dvelja í Hálöndunum og heimsækja mismunandi staði, fjöll, firði, dali, heiðar og vötn.

Alma og Hrabbý hafa lengi fundið sterka tengingu við skosku Hálöndin og njóta þess innilega að heimsækja þau. Þær hafa upplifað mörg líf í Hálöndunum og finnst þær komnar heim þegar þangað er komið. Þær stöllur ákváðu að bjóða öðrum að skoða sínar tengingar við landið og njóta þess að heimsækja þá staði sem helst hafa kallað á þær í fyrri ferðum.

Hefurðu áhuga á Hjarta Skotlands?

Skotland
Skotland
Skotland
Skotland

Ferðalagið hefst í nágrenni Glasgow/Edinborgar þar sem hópnum verður safnað saman. Þaðan verður haldið beint í Hálöndin og Hjarta Skotlands heimsótt á leiðinni.

Skipulögð dagskrá er alla dagana en meðal þess sem boðið verður upp á  eru heimsókn til andlega þorpsins Findhorn, athöfn með skoskum shaman, jurtatýnsla og kremgerð ásamt heimsóknum í steinahringi og kastala. Að auki heimsækjum við Nessie (Loch Ness veruna) og hennar heimaslóðir auk þess að verja degi djúpt inn í hinu fallega Glen Affric friðlandi. 

Á hverjum stað leggjum við áherslu á að tengja við landið og staðinn sjálfan, við skoðum jafnvel fyrri líf okkar og tengjum við forfeður og mæður en tengingar okkar geta verið afar ólíkar milli staða og einstaklinga.

Hrabbý og Alma leggja áherslu á að fara hægt yfir, njóta og upplifa. Hvert og eitt fær tækifæri til að skoða sinn ásetning í byrjun ferðar og gefinn er tími til endurlits. Í ferðinni munum við tengja við vötn, fjöll, skóga, heiðar og haf, náttúruverur og okkar fyrri upplifun af svæðinu.

Skotland

Hjarta Skotlands ferðin var …

… “Spennandi, ögrandi þroskandi og upplýsandi.”
… “Mögnuð upplifun!”
… “Ferð upplifana, ferð þar sem þú ert fullkomlega örugg og viðurkennd nákvæmlega eins og þú ert, frá þínu sálar hjarta.”
… “Ævintýri, stórkostleg upplifun og samhentur hópur.”
… “Ferð sem við tengjum okkur við það sem við vissum innst inni en vorum búin að gleyma og er núna komið upp á yfirborðið.”
… “Áhugaverð ferð um fallegan hluta Skotlands, með frábæru fólki.”
… “Einstök ferð í alla staði og ég mæli heilshugar með henni. Ferð sem verður ofarlega í mínu hjarta sem eftir er og ég vona að það verði framhald á.”

Leiðsögukonurnar voru …

… “Alveg til fyrimyndar og vel skipulagðar.”
… “Þær bara kunna þetta, að skipuleggja og halda utan um hópa. Þær eru flottar saman.”
… “Ég vil bara koma á framfæri þakklæti fyrir einstaka leiðsögn og umhyggju þeirra í ferðinni.”
… “Jákvæðar og alltaf reiðubúnar að aðstoða og hafa gaman.”
… “Tíminn flaug bara alltof hratt og vonandi líður tíminn hratt að næstu ferð.”

Skotland

Hvað gaf ferðin þér?

“Ferðin gaf mér enn betri tengingu við náttúruöflin, álfana og aðrar náttúruverur. Það gerðist eitthvað stórkostlegt, ævintýralegt og töfrum líkast.”

“Orðið þakklæti er kannski það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa til baka. Þarna kynntist ég sjálfri mér, fyrri lífum, frábæru og einstöku fólki.”

“Ég upplifði meiri tengingu við náttúruna og opnaði á orkuna sem er allt í kringum okkur. Yndislegar minningar með frábæru fólki í fallegri náttúru.”

Verð 

*Með fyrirvara um gengisbreytingar – GBP (bresk pund)

  • Tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi2.422 GBP  eða um 452.000* ISK
  • Tveggja manna herbergi með einka baðherbergi: 2.622 GBP  eða um 489.000* ISK
  • Eins manns herbergi með sameiginlegu baðherbergi: 3.022 GBP eða um 563.000* ISK

Þau sem skrá sig í ferðina og borga staðfestingargjald fyrir 4. nóvember fá 3 mánaða áskrift að Hjartaakrinum, dásamlega andlega samfélaginu okkar á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Þau sem þegar eru áskrifendur að Hjartaakrinum fá að sjálfsögðu þrjá mánuði ókeypis líka, sem þá er hægt að nýta á yfirstandandi áskriftartímabili eða bæta við eftir að því lýkur.

Hvað er innifalið í verðinu?

  • Gisting og morgunverður í 7 nætur
  • Allar máltíðir
  • Morgun- og kvöldstundir
  • Allar ferðir frá upphafi ferðar í Stirling fyrsta daginn þar til ferðinni lýkur í Stirling síðasta daginn
  • Allur aðgangseyrir og þátttökugjöld er varða afþreyingu í ferðinni
  • Leiðsögn Ölmu og Hrabbýjar alla dagana

Hvað er ekki innifalið í verðinu?

  • Millilandaflug og ferðakostnaður til og frá upphafsstað í Stirling fyrir og eftir ferð

Praktísk atriði

Ferðin er seld af TRIPorganiser Scotland Ltd. sem er lítil fjölskyldurekin ferðaskrifstofa staðsett í Edinborg. Alma og Hrabbý verða með hópnum allan tímann og halda utan um daglega dagskrá. Gert er ráð fyrir að allir þátttakendur taki þátt í dagskrá ferðarinnar. Það hentar því ekki að taka með maka/vin sem ætlar sér að gera eitthvað annað. Allir þátttakendur þurfa að vera vel göngufærir.

Athugið að lágmarksfjöldi í ferðina eru 14 og hámarksfjöldi eru 18 þátttakendur. Það borgar sig því að tryggja sér sæti sem allra fyrst!

Skráning

Til að skrá þig í ferðina biðjum við þig að fara í gegnum tvö skref:

1. skref – Ýttu á hnappinn Skrá mig í ferð! Fylltu út eyðublaðið sem birtist og ýttu á SENDA. Þetta eyðublað er einungis fyrir okkur til að halda utan um skráningar. Aðeins er hægt að skrá einn í einu. Til að tryggja plássið þarftu að taka skref númer 2 hér fyrir neðan (þar er hægt að bóka fleiri í einu).

2. skref – Ýttu á hnappinn Kaupa ferð hér! Hnappurinn leiðir þig á skráningar- og greiðslusíðu TripOraganiser Scotland Ltd. þar sem þú slærð inn upplýsingarnar þínar og gengur frá greiðslu.

Eftir skráningu færð þú tölvupóst frá okkur með frekari upplýsingum ásamt hlekk sem leiðir þig inn á skráningar- og greiðslusíðu TripOrganiser Scotland Ltd. Þú getur því valið um hvora leiðina þú notar.

ATH! Þú hefur ekki tryggt þitt pláss í ferðinni fyrr en báðum skrefum er lokið. 

Afbókunarskilmálar:

  • sé afbókað meira en 13 vikum/91 degi fyrir upphaf ferðar: Endurgreitt allt að 250 GBP sem eru óafturkræf.
  • sé afbókað frá 90-65 dögum fyrir upphaf ferðar eru 20% af greiddu gjaldi óafturkræfanleg
  • sé afbókað frá 64-35 dögum fyrir upphaf ferðar eru 70% af greiddu gjaldi óafturkræfanleg.
  • sé afbókað minna en 35 dögum fyrir upphaf ferðar er engin endurgreiðsla. 
  • sé um “no show” að ræða (farþegi mætir ekki) er viðkomandi viðskiptavinur rukkaður um fullt verð ferðar.