Hjarta Skotlands – Leiðarlýsing 2024

Upplifunarferð fyrir hjarta og sál

Skotland

Ferðin Hjarta Skotlands verður farin dagana 4.-11. júní 2025. Við gistum í hinu glæsilega Dalvay House sem staðsett er stutt frá bænum Forres, en Dalvey House var byggt árið 1798 og hefur verið í eigu MacLeod fjölskyldunnar frá upphafi. Húsið stendur á stórri einkalóð og er umkringt fallegum görðum fullum af lífi. Húsið höfum við útaf fyrir okkur og um matinn sér einkakokkur sem dekrar við okkur alla dagana. Við leggjum áherslu á hreint hráefni og heilbrigt fæði þar sem tillit er tekið til sérþarfa eins og kostur er og kjötneyslu verður haldið í lágmarki.  

Frá Dalvay House förum við í lengri og styttri dagsferðir þar sem okkar bíða ótal ævintýri og upplifanir.

Kallar hjartað þitt á Skotland?

DAGUR 1 – Ferðast til Skotlands (4. júní)

Hópurinn hittist í Sterling þaðan sem ekið verður af stað kl. 16:00. Ekið er yfir hálöndin áleiðis í átt að Forres. Stoppað er á fallegri heiði til að tengja við Hjarta Skotlands og náttúruverurnar á þessum fallega stað. Áætlað er að koma til Dalvay House um kl. 20:00 þar sem við komum okkur fyrir í herbergjunum og snæðum svo kvöldmat.

DAGUR 2 – Samvera í Dalvay House (5. júní)

Við verjum deginum á gistihúsinu og í nágrenni þess við að tengja okkur saman, hugleiða og setja okkur ásetning fyrir ferðalagið framundan. Allar máltíðir snæðum við í Dalvay House.

DAGUR 3 – Clava Cairn og Cawdor kastali (6. júní)

Heimsókn í Clava Cairn steinahringina og grafhýsin, þar sem við tengjum okkur við staðinn og vinnum orkuvinnu. Þaðan er haldið í Cawdor kastala þar sem við fáum leiðsögn um kastalann, borðum hádegisverð og hugleiðum í kastalagarðinum. Eftir heimkomu er frjáls tími fram að kvöldverð í Dalvay House.

Skotland
Skotland
Skotland
Skotland
Skotland

DAGUR 4 – Findhorn Eco Village og skoskur shaman ( 7. júní)

Heimsókn í  Findhorn Eco Village. Við fáum leiðsögn um þetta sögufræga þorp, heimsækjum listafólk, hugleiðum í einu af mörgum hugleiðslurýmum þorpsins og snæðum hádegisverð á Phoenix Café. Seinnipart dags höldum við á vit ævintýranna með skoskum shaman sem mun leiða okkur í einstaka athöfn rétt við þorpið. Að athöfn lokinni er haldið til baka til Dalvay House þar sem við snæðum kvöldverð.

DAGUR 5 – Loch Ness, Loch Tarff og Fort Augustus (8. júní)

Fyrri hluti dags er tileinkaður hinu stórbrotna Loch Ness, þar sem við tengjumst orku þess og Nessie sjálfri. Eftir að snæða skipulagðan hádegisverð á huggulegu sveitakaffihúsi höldum við áfram til Loch Tarff. Seinnihluta dags verjum við svo í hinu sjarmerandi þorpi Fort Augustus, þar sem hópurinn fær frjálsan tíma til að skoða sig um áður en haldið er til baka til Dalvay House þar sem girnilegur kvöldmatur bíður okkar.

DAGUR 6 – Jurtatínsla við Dalvay House (9. júní)

Þennan dag byrjum við daginn á morgunhugleiðslu en síðan gefst frjáls tími fram til u.þ.b. 13:00 þegar formleg dagskrá hefst. Við verjum miðbiki dagsins í görðunum við Dalvay House við að kynnast náttúrunni á glænýjan hátt þar sem við fáum kennslu um skoskar jurtir sem við tínum og búum til jurtasmyrsl og te úr.  Frjáls tími er svo seinnipartinn áður en við förum saman í kvöldmat í nærliggjandi þorp.

DAGUR 7 – Corrimony Cairns og Glen Affric (10. júní)

Við byrjum daginn á heimsókn í  steinahringinn við Corrymony Cairns þar sem við hugleiðum og vinnum orkuvinnu. Þaðan höldum við djúpt inn í Glen Affric friðlandið þar sem við verjum deginum við að tengjast töfrandi náttúru friðlandsins. Seinnipartinn höldum við til baka til Dalvay House þar sem við snæðum kvöldverð.

DAGUR 8 – Haldið til baka til Sterling

Hér tökum við daginn snemma og keyrum rakleiðis til til Sterling þaðan sem hægt er að taka rútur á flugvöllinn eða á annan áfangastað. Farið verður tímanlega af stað svo hægt sé að ná heimflugi með Icelandair samdægurs fyrir þau sem það kjósa.

SKRÁNING

Til að skrá þig í ferðina biðjum við þig að fara í gegnum tvö skref:

1. skref – Ýttu á hnappinn Skrá mig í ferð! Fylltu út eyðublaðið sem birtist og ýttu á SENDA. Þetta eyðublað er einungis fyrir okkur til að halda utan um skráningar. Aðeins er hægt að skrá einn í einu. Til að tryggja plássið þarftu að taka skref númer 2 hér fyrir neðan (þar er hægt að bóka fleiri í einu).

2. skref – Ýttu á hnappinn Kaupa ferð hér! Hnappurinn leiðir þig á skráningar- og greiðslusíðu TripOraganiser Scotland Ltd. þar sem þú slærð inn upplýsingarnar þínar og gengur frá greiðslu.

Eftir skráningu færð þú tölvupóst frá okkur með frekari upplýsingum ásamt hlekk sem leiðir þig inn á skráningar- og greiðslusíðu TripOrganiser Scotland Ltd. Þú getur því valið um hvora leiðina þú notar.

ATH! Þú hefur ekki tryggt þitt pláss í ferðinni fyrr en báðum skrefum er lokið. 

Skotland
Skotland