Kynningarfundur um Hjarta Skotlands á Facebook, miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18:00

Vegna mikillar eftirspurnar bjóðum við upp á kynningarfund um ferðina Hjarta Skotlands, miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18:00 í beinni útsendingu á Facebooksíðu skólans. Þar förum við yfir ferðatilhögun, ýmis praktísk atriði og svörum spurningum.
Á þessum kynningarfundi förum við yfir helstu upplýsingar varðandi ferðina Hjarta Skotlands sem farin verður í skosku Hálöndin 4. – 11. júní 2024.
Tilgangur ferðarinnar er að tengja við náttúru svæðisins, náttúruverur og njóta þeirrar orku sem Skotland hefur upp á að bjóða. Um leið nærum við okkur og njótum, skoðum okkur sjálf og tengingar okkar við þetta einstaka land. Við munum dvelja í Hálöndunum og heimsækja mismunandi staði, fjöll, firði, dali, heiðar og vötn.
Alma og Hrabbý hafa lengi fundið sterka tengingu við skosku Hálöndin og njóta þess innilega að heimsækja þau. Þær hafa upplifað mörg líf í Hálöndunum og finnst þær komnar heim þegar þangað er komið. Þær stöllur ákváðu að bjóða öðrum að skoða sínar tengingar við landið og njóta þess að heimsækja þá staði sem helst hafa kallað á þær í fyrri ferðum.
Hægt er að lesa meira um ferðina undir tenglinum hér fyrir neðan.
Hægt er að skoða meira um ferðina hér. 

Við hlökkum til að tengjast ykkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar Facebook og Instagram – @starcodesisl – @starcodesacademy – @orkusteinar og á YouTube.

Sjáumst þar!

Share This Post