Miðvikudagsspjallið – 11. september 2024 – Hvað vita dýrin sem við vitum ekki? – MYNDBAND

Hvað vita dýrin sem við vitum ekki? Það má kannski fyrst og fremst segja að þau búa yfir skynjun sem við höfum að einhverju leyti tapað, þessum tengslum við náttúruna. Áður fyrr var miklu frekar notast við þessa næmni sem dýrin búa yfir, t.d. með því að velja bæjarstæði eftir því hvar dýrin vildu vera eða fylgjast með hegðun þeirra, sem gat gefið veðurfarsbreytingar til kynna. Áhuginn á dýrum og náttúrunni virðist þó vera að koma til baka, en það skemmtilegt að fylgjast með dýrum og fuglum út í náttúrunni, sem er einnig frábær leið til þess að kynnast þeim betur. Átt þú tengingu við eitthvað ákveðið dýr?

Útsendingarnar af Miðvikudagsspjallinu eru nú orðnar yfir 30 talsins en við vekjum athygli á að hægt er að nálgast allar upptökurnar á sama stað á YouTube rásinni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan) undir playlistanum Miðvikudagsspjallið. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlunum okkar Facebook, Instagram og YouTube. Sjáumst þar! 

 

Share This Post