Kynningarfundur fyrir skólaárið 2023-2024 – einnig á Zoom

Kynningarfundur fyrir skólaárið 2023-2024 verðu haldinn miðvikudagskvöldið 10. maí kl. 20:00 í sal Sálarrannsóknarfélags Íslands og á Zoom.

Við stöllur erum afar spenntar að kynna fyrir ykkur nýtt skólaár sem hefst 1. september. Á þessum kynningarfundi leggjum við áherslu á námskeiðið Þín persónulega umbreyting sem er 9 mánaða ferðalag sjálfsskoðunar og heilunar. Við munum einnig fjalla um önnur verkefni okkar svo sem Hjartaakurinn andlegt áskriftarsamféleg á netinu), Engla Reiki og ferðina Hjarta Skotlands – hugleiðslur og náttúrutenging sem farin verður í júní 2024.

Eins og áður er bæði í boði að koma á staðinn og vera á vefnum. Við verðum í sal Sálarrannsóknarfélags Íslands í Skipholti 50D (gengið inn á bakvið) og á Zoom. Nauðsynlegt er að skrá sig til að vera með á vefnum en það er gert hér.

Fundurinn byrjar kl. 20.00 og við gerum ráð fyrir að vera rúma klukkustund.

Það er velkomið að setja spurningar hér inn á viðburðinn eða senda þær í skilaboðum á samfélagmiðlum eða tölvupósti.

Við hlökkum til að tengjast ykkur í gegnum samfélagsmiðlana okkar Facebook og Instagram – @starcodesisl – @starcodesacademy – @orkusteinar og á YouTube.

Sjáumst þar!

Share This Post